Viðskipti erlent

Maðurinn að baki Commodore tölvunum látinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn sem fann upp Commodore 64 tölvurnar er látinn. Maðurinn, sem hét Jack Tramiel lést þann 8. apríl síðastliðinn, 83 ára að aldri.

Í umfjöllun um hann á danska viðskiptavefnum epn.dk segir að nafn Tramiels sé ef til vill ekki jafn þekkt og nafn Bill Gates, Steve Jobs eða Michael Dell en áhrif hans í tölvuheiminum hafi ef til vill ekki verið minni. Markmið hans var að framleiða tölvur sem allir gætu eignast og það tókst honum því Commodore tölvurnar voru á sínum tíma vinsælustu tölvur í heiminum.

Á alfræðivefnum Wikipedia segir að Commodore tölvurnar hafi selst í meira en þrjátíu milljónum eintaka. Í myndskeiðinu hér fyrir ofan má sjá auglýsingu fyrir Commodore frá árinu 1985.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×