Viðskipti erlent

Apple kært vegna samráðs við bókaútgefendur

Fyrirtækin eru sökuð um að hafa haft milljónir dollara af neytendum í Bandaríkjunum með því að hafa haft samráð um verð á rafbókum.
Fyrirtækin eru sökuð um að hafa haft milljónir dollara af neytendum í Bandaríkjunum með því að hafa haft samráð um verð á rafbókum. mynd/AP
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa kært tæknirisann Apple og nokkur forlög þar í landi fyrir að hafa haft samráð um verðlagningu rafbóka.

Nokkrir af stærstu bókaútgefendum Bandaríkjanna hafa verið ákærð, þar á meðal Hachette, HarperCollins, Macmillian, Simon og Schuster og Penguin.

Fyrirtækin eru sökuð um að hafa haft milljónir dollara af neytendum í Bandaríkjunum með því að hafa haft samráð um verð á rafbókum.

Kæran tekur einnig til viðskiptahátta fyrirtækjanna en áhrif útgefenda hafa aukist verulega á kostnað seljenda á síðustu árum. Þá eru fyrirtækin sökuð um að hafa aftrað samkeppni á rabókarmarkaðinum þar í landi.

Nú þegar hafa Hachette, HarperCollins og Schuster samið við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna vegna kærunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×