Viðskipti erlent

Apple berst við Flashback vírusinn

Apple hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að taka of seint á málinu.
Apple hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að taka of seint á málinu. mynd/AP
Tæknifyrirtækið Apple opinberaði nýja uppfærslu á forritinu Java í dag. Vonast er til að uppfærslan eigi eftir að koma í veg fyrir að Flashback trójuvírusinn smiti fleiri Mac tölvur. Um 600.000 tölvur urðu fyrir barðinu á vírusnum.

Vírusinn kom sér fyrir í tölvunum eftir að notendur heimsóttu vefsíður sem óprúttnir aðilar höfðu komið upp. Notendum var þá bent á að forritið Adobe Flash Player væri úrelt og að uppfærsla á því væri nauðsynleg.

Þannig náðu tölvuþrjótarnir að taka yfir stjórn á tölvunum.

Apple birti uppfærsluna á heimasíðu sinni í dag.

Málið hefur vakið mikla athygli enda eru tölvur Apple þekktar fyrir afar lága tíðni tölvuvírusa.

Þá hefur Apple verið harðlega gagnrýnt fyrir að taka of seint á málinu. Fjöldi hugbúnaðarfyrirtækja hafði birti uppfærslu á forritum sínum áður en Apple opinberaði úrræði sín í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×