Viðskipti erlent

Hluthafar höfnuðu launahækkun til stjórnenda Citigroup

Hluthafar í Citigroup bankanum felldu tillögu um hærri laun til stjórnenda bankans á hluthafafundi í gærdag.

Afarsjaldgæft er að hluthafafundir í bandarískum bönkum felli slíkar tillögur en hluthafar bankans eru greinilega búnir að fá nóg af stjórnendunum að því er fram kemur í frétt á BBC um málið.

Citigroup er einn af þeim bönkum sem bandarísk stjórnvöld forðuðu frá hruni í fjármálakreppunni og hefur bankinn fengið 45 milljarða dollara í ríkisstuðning frá árinu 2008.

Rekstur bankans hefur gengið brösuglega og hlutabréf í honum hafa fallið um 90% í verði undanfarin fimm ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×