Viðskipti erlent

Mesta atvinnuleysi á evrusvæðinu í 14 ár

Atvinnuleysi á evrusvæðinu mælist nú 10,8% að meðaltali og hefur ekki verið hærra í 14 ár.

Atvinnuleysið jókst úr 10,7% í janúar einkum vegna mikilla uppsagna hjá spænskum og ítölskum fyrirtækjum en þau lönd hefur skuldakreppan leikið grátt.

Á Spáni er langmesta atvinnuleysið eða 23,6%. Til samanburðar er atvinnuleysi í Danmörku 6,2% sem er svo einu prósentustigi minna en það er á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×