Viðskipti erlent

Instagram loks komið fyrir Android

Instagram er vinsælasta forrit sinnar tegundar í heiminum.
Instagram er vinsælasta forrit sinnar tegundar í heiminum. mynd/Google
Notendum Android-stýrikerfisins stendur nú til boða að fá smáforritið Instagram í snjallsíma sína. Náð hefur verið í forritið rúmlega milljón sinnum frá því að það var opinberað fyrr í dag.

Opnað var fyrir forskráningu fyrir Android-útgáfuna í síðustu viku og höfðu rúmlega 430.000 manns skráð sig á heimasíðu Instagram.

Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir smáforritinu. Síðan Instagram var opinberað í október árið 2010 - þá aðeins fyrir iPhone og iPod Touch - hafa 25 milljón manns náð í forritið.

Instagram er samskiptaforrit sem gengur út á birtingu ljósmynda. Notendur geta breytt myndunum að vild og leikið sér með blæbrigði þeirra.

Instagram er vinsælasta forrit sinnar tegundar í heiminum.

Hægt er að nálgast Instagram fyrir Android í vefverslun Google.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×