Viðskipti erlent

Myndin John Carter er ein dýrustu mistökin í sögu Hollywood

Walt Disney mun neyðast til að afskrifa 200 milljónir dollara, eða rúmlega 25 milljarða króna, vegna afleits gengis myndarinnar John Carter í Bandaríkjunum og á heimsvísu.

Verður myndin þar með í hópi dýrustu mistaka í sögu Holywood. Kostnaður við myndina nam um 350 milljónum dollara en heildartekjurnar af miðasölu hennar nema um 184 milljónum dollara.

Walt Disney reiknar með að bókfæra tap upp á um 120 milljónir dollara vegna myndarinnar á þessum ársfjórðungi. John Carter fjallar um samnefndan hermann sem endar á Mars og berst við illvígar verur sem þar búa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×