Viðskipti erlent

Barist um forsetastól Alþjóðabankans

Jim Yong Kim fæddist í Suður-Kóreu en hefur búið í Bandaríkjunum síðustu áratugi.
Jim Yong Kim fæddist í Suður-Kóreu en hefur búið í Bandaríkjunum síðustu áratugi. mynd/AP
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur tilnefnt bandaríska fræðimanninn Jim Yong Kim sem næsta forseta Alþjóðabankans.

Bandaríkjamaður hefur ávallt setið í forsetastól bankans frá því að hann var stofnaður árið 1944.

Kim, sem er hagfræðingur að mennt, hefur verið rektor Dartmouth háskólans síðustu ár. Hann hefur einnig setið í stjórn alnæmisvarnardeild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar.

Töluverður þrýstingur er á að næsti forseti Alþjóðabankans verði frá þróunarlöndum. Þá hafa þrjú ríki í Afríku tilnefnt nígeríska fjármálaráðherrann Ngozi Okonji til setu í bankanum.

Einnig hafa minni þróunarlönd tilnefnt Bandaríkjamanninn Jeffrey Sachs en hann sérhæfis sig í málefnum þróunarlanda. Sach nýtur þó ekki stuðnings Bandaríkjaforseta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×