Fjárfestum bent á að fylgjast með Twitter 27. mars 2012 13:08 Í hverri viku flæðir rúmlega milljarður skilaboða um netþjóna Twitter. mynd/AFP Samskiptasíðan Twitter getur reynst fjárfestum nytsamleg samkvæmt rannsókn tölvunarfræðinga við háskólann í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Vísindamennirnir komust að því að bein samsvörun er á milli samtala á Twitter um ákveðið fyrirtæki og viðskipti með hlutabréf þess. Rannsóknin leiddi í ljós að mismunandi umræður um fyrirtæki leiða oft til þess að hlutabréfavirði þeirra eykst. Þannig geta samtöl á Twitter um Mikka Mús og Disneyland orðið til þess að breyting verður hlutabréfavirði Disney. Það var Vagelis Hristidis, prófessor við tölvunarfræðideild háskólans í Kaliforníu, sem stjórnaði rannsókninni. Rannsóknarteymi hans tókst að spá fyrir um breytingar á hlutabréfamörkuðum með því að vinna úr gögnum á Twitter. Samkvæmt kenningu Hristidis verður hlutabréfavirði fyrirtækjanna fyrir áhrifum frá fjölbreytilegum umræðum á samskiptasíðunni. Því vinsælli sem umræðuefnið er, því meiri áhrif hefur það á hlutabréfin. Í hverri viku flæðir rúmlega milljarður skilaboða um netþjóna Twitter. Þá er talið að um 500 milljón manns hafi skráð sig á síðuna frá því að hún opnaði fyrir sex árum. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samskiptasíðan Twitter getur reynst fjárfestum nytsamleg samkvæmt rannsókn tölvunarfræðinga við háskólann í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Vísindamennirnir komust að því að bein samsvörun er á milli samtala á Twitter um ákveðið fyrirtæki og viðskipti með hlutabréf þess. Rannsóknin leiddi í ljós að mismunandi umræður um fyrirtæki leiða oft til þess að hlutabréfavirði þeirra eykst. Þannig geta samtöl á Twitter um Mikka Mús og Disneyland orðið til þess að breyting verður hlutabréfavirði Disney. Það var Vagelis Hristidis, prófessor við tölvunarfræðideild háskólans í Kaliforníu, sem stjórnaði rannsókninni. Rannsóknarteymi hans tókst að spá fyrir um breytingar á hlutabréfamörkuðum með því að vinna úr gögnum á Twitter. Samkvæmt kenningu Hristidis verður hlutabréfavirði fyrirtækjanna fyrir áhrifum frá fjölbreytilegum umræðum á samskiptasíðunni. Því vinsælli sem umræðuefnið er, því meiri áhrif hefur það á hlutabréfin. Í hverri viku flæðir rúmlega milljarður skilaboða um netþjóna Twitter. Þá er talið að um 500 milljón manns hafi skráð sig á síðuna frá því að hún opnaði fyrir sex árum.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira