Viðskipti erlent

Standard & Poor´s gefur Iceland Foods lánshæfiseinkunn

Matsfyrirtækið Standard & Poor´s hefur gefið móðurfélagi Iceland Foods verslunarkeðjunnar lánshæfiseinkunnina B+.

Í áliti matsfyrirtækisins segir að Iceland sé vel í stakk búið til að takast á við efnahagslega örðugleika og geti vel staðið í skilum við miklar skuldir sínar en stjórnendur keðjunnar keyptu hana nýlega, ásamt öðrum, með skuldsettri yfirtöku af slitastjórnum Landsbankans og Glitnis.

Í áliti matsfyrirtækisins segir að í tilviki greiðslufalls muni kröfuhafar fá 50 til 70% af skuldum sínum endurgreiddar en þær nema tæplega 900 milljónum punda eða rúmlega 180 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×