Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar áfram

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka. Tunnan af Brentolíunni er komin niður í 124 dollara sem er 1% lækkun frá í gærmorgun og tunnan af bandarísku léttolíunni er komin niður í 105 dollara sem er lækkun um 2%.

Það sem veldur þessum lækkunum er einkum tvennt. Olíubirgðir í Bandaríkjunum reyndust meiri en sérfræðignar gerðu ráð fyrir í síðustu viku, en þær jukust um 7 milljónir tunna. Sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir aukningu upp á 2,6 milljónir tunna.

Hin ástæðan er að vestræn ríki, þar á meðal Frakkar, eru að íhuga að selja af neyðarbirgðum sínum til að lækka olíuverðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×