Viðskipti erlent

Happdrætti í Bandaríkjunum: 64 milljarðar í boði

Stærðfræðingur við háskólann í Augusta telur að líkurnar á að fá réttar tölur séu einn á móti 175.000.000.
Stærðfræðingur við háskólann í Augusta telur að líkurnar á að fá réttar tölur séu einn á móti 175.000.000. mynd/wikipedia
Á morgun verður dregið í stærsta happdrætti í sögu Norður-Ameríku. Vinningsupphæðin er ekkert smáræði en hún nemur tæpum 500 milljón dollurum eða tæpum 64 milljörðum íslenskra króna.

Sigurvegarinn fær að velja milli tveggja greiðslumöguleika. Annars vegar er um ársgreiðslur að ræða en þær nema rúmlega 2.3 milljörðum króna árlega næstu 26 árin. Hins vegar getur vinningshafinn fengið upphæðina staðgreidda - yfirvöld í Georgíu munu þó taka vænan skerf af fjármunum eða um 31%.

Vinningslíkurnar eru þó ekki miklar. Stærðfræðingur við háskólann í Augusta telur að líkurnar á að fá réttar tölur séu einn á móti 175.000.000.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×