Viðskipti erlent

Aftur frétt um að hlutur Landsbankans í House of Fraser sé til sölu

Slitastjórn Landsbankans er að íhuga að selja hlut sinn í verslunarkeðjunni House of Fraser. Þetta hefur blaðið Daily Mail eftir ónafngreindum heimildum.

Slitastjórnin heldur á 35% hlut í keðjunni, sem áður var í eigu Baugs, en samkvæmt Daily Mail er talið líklegt að smærri hluthafar sem og stjórnendur House of Fraser noti tækifærið og selji sína hluti á sama tíma. Stjórn House of Fraser vildi ekki tjá sig um málið.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Daily Mail segir frá þessari sölu á House of Fraser, raunar hefur blaðið flutt nokkuð reglulega fréttir af því síðan fyrrihluta ársins 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×