Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað töluvert að nýju eftir að fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins sagði fyrir helgina að ekkert samkomulag lægi fyrir um sölu úr olíubirgðum Bandaríkjanna og Bretlands.

Fréttir um slíkt samkomulag höfðu lækkað olíuverðið undir lok helgarinnar. Síðan þá hefur bandaríska léttolían hækkað um tæp 2% og stendur í rúmum 107 dollurum á tunnuna. Brent olían hefur hækkað svipað og er komin í 126 dollara á tunnuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×