Viðskipti erlent

Vinsældir App Store með ólíkindum

Skjáskot af heimasíðu App Store
Skjáskot af heimasíðu App Store mynd/APPLE
Notendur App Store, vefverslunar Apple, hafa náð í 25 milljarða af smáforritum frá því að verslunin opnaði árið 2007. Áfanganum var náð í gær og fékk heppinn notandi 10.000 dollara inneign í verðlaun.

Apple tilkynnti að náð hefði verið í 25 milljarðasta smáforritið á heimasíðu sinni í gær.

Ekki er vitað hver náði í forritið né hvaða smáforrit hann náði í.

Vinsældir App Store eru með ólíkindum. Árið 2009 höfðu notendur náð í milljarð smáforrita og ári seinna höfðu þeir náð í 10 milljarða smáforrita.

Notendur App Store hafa því náð í 15 milljarða smáforrita á síðustu 14 mánuðum. Þeir sem eru iPhone við höndina geta því reiknað út að notendur hafa náð í rúmlega milljarð smáforrita í hverjum mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×