Viðskipti erlent

Það besta frá Mobile World Congress 2012

Nýjasti snjallsími Nokia vakti mikla lukku á ráðstefnunni.
Nýjasti snjallsími Nokia vakti mikla lukku á ráðstefnunni. mynd/AP
Mobile World Congress 2012 ráðstefnan var haldin í Barcelona í síðustu viku. Allir helstu snjallsímaframleiðendur veraldar komu þar saman til að kynna tækninýjungar sínar.

Um 70.000 manns sóttu ráðstefnuna. Þá er talið að ráðstefnan hafi skilað rúmlega 300 milljón evrum í ríkiskassann á Spáni.

Á meðal tækninýjunga á hátíðinni voru nýr 41 megapixla snjallsími frá Nokia, nýr örgjörvi frá Intel og fleira.

Tæknifréttasíðan Engadget hefur tekið saman það sem bar hæst á ráðstefnunni. Hægt er að nálgast umfjöllunina hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×