Viðskipti erlent

Fjórða hver verslun í Danmörku á barmi gjaldþrots

Tæplega 4.000 verslanir hafa orðið gjaldþrota í Danmörku frá hruninu haustið 2008. Þetta kemur fram í nýrri samantekt matsfyrirtækisins Experian.

Verslanir á landsbyggðinni hafa orðið mun harðar úti en þær sem staðsettar eru í borgum landsins. Ástandið fer síður en svo batnandi og talið er að fjórða hver verslun sem nú er starfandi í Danmörku sé á barmi gjaldþrots.

Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að líkur séu á að um 10.000 verslanir hverfi úr dönsku atvinnulífi á næstu átta árum. Ástæður þessa séu einkum tilkoma lágvöruverðsbúða og stóraukin netverslun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×