Viðskipti erlent

Reiknuðu út kostnaðinn við að byggja Dauðastjörnu

Hagfræðistúdentar við Lehigh háskólann í Bandaríkjunum hafa reiknað út hvað það myndi kosta að byggja Dauðastjörnu eins og þá sem sést í Star Wars myndunum.

Í Star Wars náðu Logi Geimgengill og vinir hans að sigra Illa keisaraveldið með því að sprengja upp ofurvopn þess, Dauðastjörnuna. Hagfræðistúdentarnir ákváðu að reikna út hvað svona vopn myndi kosta, miðað við gengi dollarans í dag og að Dauðastjarnan hafi verið 140 kílómetrar í þvermál, byggð að mestu úr stáli.

Það þarf að flytja yfir 800 milljónir milljarða tonna af stáli út fyrir gufuhvolfið auk ýmis annars byggingarefnis, vopnabúnaðar og tækja. Stúdentarnir reiknuðu út að kostnaðurinn yrði 835 milljarðar milljarða dollara eða sem svarar til 13.000 faldar landsframleiðslu jarðarinnar í heild.

Og þó einhver ætti þá fjárhæð tiltæka yrði viðkomandi einnig að reikna með að það tæki öll stálver heimsins yfir 800.000 ár að framleiða allt þetta stál






Fleiri fréttir

Sjá meira


×