Viðskipti erlent

Talið að Microsoft sé að þróa Office fyrir iPad

Talsmenn Microsoft hafa ekki tjáð sig um málið og vilja hvorki staðfesta né neita orðróminum.
Talsmenn Microsoft hafa ekki tjáð sig um málið og vilja hvorki staðfesta né neita orðróminum. mynd/AP
Talið er að Microsft sé nú að leggja lokahönd á þróun sérstakrar iPad útgáfu af Office-pakkanum. Líklegt þykir að Microsoft muni kynna nýjungina þegar iPad 3 verður opinberaður í mars.

Talsmenn Microsoft hafa ekki tjáð sig um málið og vilja hvorki staðfesta né neita orðróminum.

Tæknifréttablaðið The Daily greindi frá því í vikunni að Office hugbúnaðarpakkinn sé afar svipaður OneNote smáforritinu vinsæla. Útlit þess er sagt svipa til notendaviðmóti Windows 8 stýrkerfisins sem Microsoft vinnur að nú.

Samkvæmt The Daily verður hægt að vinna með Word-, Excel- og PowerPointskjöl á spjaldtölvunni, bæði í gegnum internet sem og í gegnum smáforrit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×