Viðskipti erlent

Grænar tölur beggja megin Atlantsála

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dagurinn í dag var góður dagur á mörkuðum.
Dagurinn í dag var góður dagur á mörkuðum. Mynd úr safni
Dow Jones vísitalan hækkaði um 0,61% í dag, Nasdaq hækkaði um 0,69% og S&P hækkaði um 0,34%. Þetta var því góður dagur á mörkuðum vestanhafs í dag.

Það sama má segja um markaði í Evrópu, en FTSE vísitalan hækkaði um 0,21%, franska CAC 40 vísitalan hækkaði um 0,36% og þýska DAX vísitalan hækkaði um 0,56%.

Hér heima urðu litlar breytingar á hlutabréfamarkaðnum, eins og sjá má í markaðsupplýsingum Keldunnar á viðskiptavef Vísis. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,31% sem skýrist af því að hlutabréf í Össuri lækkuðu um 1,04%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×