Viðskipti erlent

Barclays bankinn hagnaðist um 5,9 milljarða punda í fyrra

Barclays er stærsti fjárfestingabanki Bretlands.
Barclays er stærsti fjárfestingabanki Bretlands.
Breski bankinn Barclays hagnaðist um 5,9 milljarða punda í fyrra, eða sem nemur um ríflega 1.100 milljörðum króna. Hagnaðurinn dróst saman um þrjú prósent miðað við árið á undan. Þetta kemur fram í tilkynningu sem bankinn sendi frá sér í morgun.

Forstjóri bankans, Bob Diamond, neitaði að svara spurningum um bónusgreiðslur á blaðamannafundi í dag, eftir því sem greint er frá á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Heildarbónusgreiðslur Barclays, vegna fjárfestingabankastarfsemi, eru áætlaðar einn og hálfur milljarður punda, eða sem nemur tæplega 290 milljörðum króna. Það er um 32 prósent minna en árið á undan, að því er fram kemur á vefsíðu BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×