Viðskipti erlent

Hagnaður Danske Bank undir væntingum

Hagnaður Danske Bank nam 1,7 milljörðum danskra króna, eða um 37 milljarðar króna eftir skatta á síðasta ári. Þetta er töluvert minni hagnaður en sérfræðingar áttu von á.

Uppgjör bankans er verulega litað af miklum afskriftum á árinu en þær urðu rúmlega 13 milljarðar danskra króna. Þar af 8,5 milljarður vegna bankastarfseminnar á Írlandi og í Norður Írlandi. Í frétt á börsen segir að frá því að Danske Bank fór í útrás til Írlands árið 2005 hefur hann tapað tæpum 23 milljörðum danskra króna þar í landi eða yfir 500 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×