Viðskipti erlent

Samkomulag um niðurskurð í Grikklandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Verkefnin sem blasa við Papademos forsætisráðherra eru erfið.
Verkefnin sem blasa við Papademos forsætisráðherra eru erfið. mynd/ afp.
Grískir stjórnmálamenn hafa náð samkomulagi um niðurskurðaraðgerðir sem nauðsynlegt er að ráðast í til þess að landið geti fengið lánafyrirgreiðslu.

Lucas Papademos, forsætisráðherra landsins, hefur fundað með leiðtogum stjórnmálaflokkanna úr samsteypustjórn sinni í marga daga til að ná samkomulaginu í gegn. Búist er við því að fjármálaráðherrar evruríkjanna muni ræða samkomulagið þegar þeir hittast síðar í dag.

Grikkir eru að sækjast eftir 130 milljarða evra lánafyrirgreiðslu frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Málið er flókið því launþegar í Grikklandi hafa hótað tveggja sólarhringa verkfalli ef ráðist verði i niðurskurð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×