Viðskipti erlent

Ólíklegt að tilboð upp á 1,5 milljarða punda berist í Iceland

Vonir fara nú dvínandi um að skilanefndir Landsbankans og Glitnis fái þann einn og hálfan milljarða punda sem þær vilja fyrir Iceland Foods verslunarkeðjuna.

Þetta kemur fram á vefsíðunni This is Money. Þar segir að von er á tilboðum í keðjuna á næstu tíu dögum en frestur til að skila inn tilboðum var framlengdur til næstu mánaðarmóta. Með því átti að gefa áhugasömum kaupendum meiri tíma til að ganga frá tilboðum sínum. Vefsíðan segir að svo geti farið að sölunni á Iceland verði frestað.

Það sem liggur að baki tregðu við að bjóða hátt verð í Iceland er að dagvöruverslun í Bretlandi á undir högg að sækja vegna bágborins efnahagsástands á Bretlandseyjum. Þannig má nefna að stærsta dagvöruverslanakeðjan, Tesco, gaf nýlega út viðvörun um að verulega hefði dregið úr hagnaði hennar á síðustu mánuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×