Viðskipti erlent

Gullæði runnið á hóteleigendur í Úkraníu

Gullæði er runnið á eigendur hótela og gistihúsa í borgunum Kharkiv og Lviv í Úkraníu þar sem Evrópumeistaramótið í fótbolta fer fram í sumar. Dæmi eru um 4.700% hækkun á gistinóttum.

Fjallað er um málið í blaðinu Politiken. Þar segir er tekið dæmi af íbúðahótelinu Downtown Apartments í Kharkiv en þar kostar ódýrasta nóttin í júní meðan að mótið stendur yfir 12.300 danskar krónur eða um 260.000 krónur. Þessi íbúð fæst hinsvegar í maímánuði á tæpar 300 krónur danskar krónur eða rúmlega 6.000 krónur. Hækkunin milli mánaða er yfir 4.700%.

Sömu geðveiku verðin á gistingu í þessum borgum er að finna víðar. Þannig ætlaði hópur af stuðningsmönnum danska landsliðsins að reyna að útvega sér ódýra gistingu á farfuglaheimili meðan á mótinu stóð. Ódýrasta verðið á svefnpokaplássi reyndist vera 15.000 danskar krónur fyrir nóttina eða yfir 300.000 krónur.

Þetta hefur leitt til þess að danska knattspyrnusambandið hefur aðeins selt 1.000 aðgöngumiða á leiki danska liðsins af þeim 10.000 miðum sem sambandið hefur yfir að ráða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×