Mafían orðin stærsti banki Ítalíu vegna kreppunnar 11. janúar 2012 06:54 Kreppan sem ríkir í Evrópu hefur gert það að verkum að mafían á Ítalíu er orðinn stærsti banki landsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá samtökunum SOS Impresa sem staðsett eru í Palermo á Sikiley og berjast gegn áhrifum skipulegra glæpasamtaka innan smærri fyrirtækja á Ítalíu. Samtökin segja að ítök mafíunnar í þessum fyrirtækjum séu orðin ógn við þjóðaröryggi landsins. Velta ítölsku mafíunnar er áætluð um 140 milljarðar evra, eða um 22.000 milljarðar kr. á ári sem svarar til 7% af landsframleiðslu landsins. Árlegt lausafé mafíunnar nemur 65 milljörðum evra og þetta þýðir að glæpasamtökin eru orðin að stærsta banka landsins að mati SOS Impresa. Okurlánastarfsemi er orðin álíka tekjulind og fíkniefnasala, vændi og vopnasmygl. En í stað skuggalegra manna með hafnaboltakylfur fer lánastarfsemin nú fram í gegnum lögfræðinga á vegum mafíunnar. Þessi starfsemi blómstrar þar sem bankar gera æ ríkari kröfur fyrir lánveitingum sínum í kreppunni og fyrirtækjaeigendur neyðast því til að leita á náðir mafíunnar. Fari svo að eigendurnir geti ekki staðið í skilum með þessi okurlán hirðir mafían einfaldlega fyrirtækin af þeim. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Kreppan sem ríkir í Evrópu hefur gert það að verkum að mafían á Ítalíu er orðinn stærsti banki landsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá samtökunum SOS Impresa sem staðsett eru í Palermo á Sikiley og berjast gegn áhrifum skipulegra glæpasamtaka innan smærri fyrirtækja á Ítalíu. Samtökin segja að ítök mafíunnar í þessum fyrirtækjum séu orðin ógn við þjóðaröryggi landsins. Velta ítölsku mafíunnar er áætluð um 140 milljarðar evra, eða um 22.000 milljarðar kr. á ári sem svarar til 7% af landsframleiðslu landsins. Árlegt lausafé mafíunnar nemur 65 milljörðum evra og þetta þýðir að glæpasamtökin eru orðin að stærsta banka landsins að mati SOS Impresa. Okurlánastarfsemi er orðin álíka tekjulind og fíkniefnasala, vændi og vopnasmygl. En í stað skuggalegra manna með hafnaboltakylfur fer lánastarfsemin nú fram í gegnum lögfræðinga á vegum mafíunnar. Þessi starfsemi blómstrar þar sem bankar gera æ ríkari kröfur fyrir lánveitingum sínum í kreppunni og fyrirtækjaeigendur neyðast því til að leita á náðir mafíunnar. Fari svo að eigendurnir geti ekki staðið í skilum með þessi okurlán hirðir mafían einfaldlega fyrirtækin af þeim.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira