Viðskipti erlent

Tugmilljarða skaðabótamál ógna Pandóru

Skartgripafyrirtækið Pandora á yfir höfði sér skaðabótamál sem gætu numið yfir milljarði danskra króna eða yfir 20 milljörðum króna.

Þetta er mat ráðgjafaþjónustunnar Deminor sem sérhæfir sig í brotum gegn hlutafélagalöggjöf Danmerkur. Ástæðan fyrir þessu mati er að danska fjármálaeftirlitið hefur sektað Pandóru um 200.000 danskar krónur fyrir að koma of seint fram með endurmat á væntingum sínum um að árshagnaður fyrirtækisins færi úr 30% aukningu og niður í núllið í ágúst s.l.

Þegar tilkynningin loksins kom þann 2. ágúst féllu hlutabréf í Pandóru í verði um 65% þann dag og gengistap hluthafa nam 12 milljörðum danskra króna. Fjármálaeftirlitið telur að þessi tilkynning hefði átt að koma tveimur vikum fyrr en hún gerði.

Sem kunnugt er var endurgreiðsla á 500 milljóna evra eða tæplega 80 milljarða króna láni Seðlabankans til Kaupþings korteri fyrir hrunið 2008 bundin að hluta við gengi Pandóru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×