Viðskipti erlent

Appelsínusafinn aldrei verið dýrari

Kuldatíð í Flórída hefur sett strik í reikninginn.
Kuldatíð í Flórída hefur sett strik í reikninginn. Mynd/AP
Appelsínusafi hefur aldrei verið dýrari á heimsmörkuðum en nú um stundir. Helstu ástæður hækkunarinnar eru áhyggjur vegna safa frá Brasilíu sem sagður er innihalda ólöglegt sveppaeitur og nokkur kuldatíð í Flórída sem hefur áhrif á uppskeruna þar. Brasilía er stærsti framleiðandi appelsínusafa í heiminum og því koma fréttirnar af sveppaeitrinu sér illa fyrir útflytjendur. Appelsínusafi hefur hækkað um 25 prósent frá áramótum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×