Viðskipti erlent

Stórfelld svik Skota við makrílveiðar

Fjórir skipstjórar hafa játað fyrir yfirrétti í Edinborg að hafa veitt rangar upplýsingar um landaðan afla að verðmæti 8 milljónir punda eða um 1,5 milljarða kr. Áður höfðu 17 aðrir og tvö fiskvinnslufyrirtæki verið sakfelld fyrir sambærileg brot.

Frá þessu er sagt á vefsíðunni fishupdate og vitnað er til á vefsíðu LÍÚ. Umrædd brot á lögum um fiskveiðar felast í fjölda ólöglegra landana þriggja skipa eða alls 182 landanir á makríl og síld á árunum 2002 til 2005. Þar gáfu skipstjórarnir rangar upplýsingar um aflamagn í þeim tilgangi að víkja sér undan takmörkun á afla sem fólst í kvóta útgefnun á skip þeirra.

Aflanum var landað í fiskvinnslu í Peterhead í Skotlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×