Viðskipti erlent

Lánshæfiseinkunn Frakklands lækkuð

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands.
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands. mynd/AFP
Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfiseinkunn Frakklands. Evran hélt áfram að falla í dag og er sú lækkun rakin til fregna af mögulegri lækkun matsfyrirtækja á lánshæfismati evruríkja.

Fyrir lækkunina var Frakkland í efsta flokki hjá Standard & Poor's en nú situr landið í næst efsta sæti fyrirtækisins yfir lánshæfi eða AA+.

Þrátt fyrir lækkun Standard & Poor's heldur Frakklandi ágætiseinkunn matsfyrirtækjanna Fitch og Moody's.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×