Viðskipti erlent

Samsung kynnir snertiskjá sem er gegnsær

Tæknirisinn Samsung kynnti byltingarkenndan snertiskjá á CES tækniráðstefnunni í Las Vegas sem haldin í vikunni. Skjárinn er gegnsær og á hann að virka sem sýndargluggi. Skjárinn fékk nýsköpunarverðlaun ráðstefnunnar.

Snertiskjárinn er kallaður The Samsung Transparent Smart Window og fer í framleiðslu seint á árinu. Skjárinn er 46 tommur og er upplausn hans 1366*768.

Frumgerð snertiskjásins var kynnt á ráðstefnunni. Fulltrúar Samsung sýndu hvernig notendur skjásins geta athugað Twitter-reikning sinn og um leið horft út um gluggann. Einnig er hægt að virkja sýndargluggatjöld.

Undarlega getur skjárinn einnig birt veðurupplýsingar.

Snertiskjárinn er lýstur með sólarljósi. Þegar dimmir er þó hægt að virkja baklýsingu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×