Viðskipti erlent

Windows XP enn notað í tæplega helmingi einkatölva

Þrátt fyrir að Windows XP stýrikerfið sé orðið tíu ára gamalt er það samt sem áður notað í 46,5% af öllum einkatölvum í heiminum í dag.

Þetta kemur fram í mánaðarlegri skýrslu NetApplications fyrir desembermánuð. Windows 7 sækir þó á og er notað sem stýrikefi í um 37% af öllum einkatölvum. Notkun Windows 7 fór úr tæpum 22% og í 37% á liðnu ári.

Mac Os X stýrikerfið hélt sínum rúmlega 3% hlut á heimsvísu en árið í fyrra var ekki gott fyrir Vista eða önnur stýrikerfi þar sem notendum þeirra hélt áfram að fækka verulega.

File:Windows XP SP3.png





Fleiri fréttir

Sjá meira


×