Viðskipti erlent

Nær þriðji hver jarðarbúi er nú nettengdur

Nær þriðji hver jarðarbúi er nú nettengdur eða hefur aðgang að netinu.

Samkvæmt nýjum upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum eru netnotendur í heiminum nú rúmlega tveir milljarðar talsins en fjöldi jarðarbúa er áætlaður um 6,8 milljarðar. Netnotendum hefur fjölgað um rúmlega 200 milljónir á einu ári.

Árið 2000 var fjöldi netnotenda hinsvegar 400 milljónir talsins og hefur tala þeirra því fimmfaldast á síðasta áratug.

Evrópa hefur forystuna þegar kemur að hlutfalli almennings sem hefur aðgang að netinu en hinsvegar teljast um 75% allra netnotenda vera í þróunarlöndunum.

Mesta aukningin á netnotkuninni á síðasta ári varð í Arabíulöndunum en hún tvöfaldaðist og hafa nú 88 milljónir Araba aðgang að netinu.

Ástæðan fyrir þessari miklu netnotkun í heiminum má einkum rekja til þess að einkafyrirtæki hafa í síauknum mæli tekið við rekstri síma- og fjarskiptafyrirtækja úr höndum hins opinbera og þar með hefur samkeppnin stóraukist.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×