Viðskipti erlent

Megnið af taprekstri Eik Banki var í Færeyjum

Gjaldþrot færeyska bankans Eik Banki varð ekki bara vegna mikils taps bankans á dótturfélagi sínu í Danmörku, netbankanum Eik Bank.

Samkvæmt frétt um málið á börsen.dk var tapið af rekstri bankans í Færeyjum mun umfangsmeira. Því átti bankasýsla Danmerkur engra aðra kosta völ en yfirtaka Eik Banki.

Tap Eik Banki á þriðja ársfjórðungi í fyrra nam 2,3 milljörðum danskra króna eða um 46 milljörðum króna. Þar af nam tap netbankans um 0,9 milljörðum danskra króna en móðurfélagið tapaði 1,4 milljörðum danskra króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×