Viðskipti erlent

Flótti Mubaraks olli verðlækkunum á olíu

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur ekki verið lægra undanfarnar tíu vikur. Verð á WTI olíunni í New York er komið niður í 85,6 dollara á tunnuna og hefur ekki verið lægra síðan 10. nóvember. Ástæðan fyrir þessu er flótti Hosni Mubarak forseta Egyptalands úr embætti sínu fyrir helgina.

Í frétt um málið í börsen.dk segir að verðið á WTI olíunni náði hámarki í ár í 92,2 dollurum á tunnuna í lok janúar. Síðan þá hefur það fallið um 7% þökk sé Mubarak. Börsen segir að með flótta Mubaraks geti olíuviðskiptin á ný farið að snúast um efnahagslegar lykiltölur eins og framboð og eftirspurn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×