Viðskipti erlent

OPEC eykur olíuframleiðsluna hægt og hljóðlega

Samtök olíuframleiðenda, OPEC, hafa aukið framleiðslu sína hægt og hljóðlega eftir að heimsmarkaðsverð á olíu fór að daðra við 100 dollara á tunnuna. Þetta kemur fram í mánaðarlegri skýrslu IEA eða Alþjóðlegu orkustofnunarinnar.

Financial Times vitnar í skýrsluna þar sem fram kemur að það virðist vera þegjandi samkomulag um það innan OPEC að viss aðildarríki samtakanna auki framleiðslu sína til að halda aftur af frekari verðhækkunum á olíu. Á síðasta fundi OPEC var þó opinbert samkomulag um að auka ekki við þá framleiðslukvóta sem þegar eru til staðar.

IEA segir að Saudi Arabía hefur aukið framboð sitt á hráolíu á mörkuðum. Hefur dagleg framleiðsla Saudi Arabíu þannig farið í 8,6 milljónir tunna sem er töluvert umfram það sem markaðssérfræðingar áttu von á í ljósi þeirra framleiðslukvóta sem eru til staðar.

Ennfemur kemur fram í skýrslu IEA að vísbendingar eru um að Saudi Arabar mun enn bæta við framleiðslu sína í þessum mánuði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×