Viðskipti erlent

Risatap á rekstri BP olíufélagsins í fyrra

Breska olíufélagið BP skilaði tæplega 5 milljarða dollara, eða hátt í 600 milljarða króna, tapi á síðasta ári. Er þetta í fyrsta sinn sem BP skilar tapi síðan árið 1992. Til samanburðar má nefna að BP skilaði tæplega 14 milljarða dollara hagnaði árið 2009.

Tapið má rekja til olíulekans á Mexíkóflóa í apríl síðastliðnum en þar var um versta mengunarslys í sögu Bandaríkjanna að ræða. Vegna lekans þurfti BP að setja yfir 40 milljarða dollara inn á afskriftarreikning sinn.

Í tilkynningu um uppgjörið segir m.a. að BP ætli að selja olíuhreinsistöð sína í Texas til að mæta tapinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×