Viðskipti erlent

Langvinnu dauðastríði Saab er lokið

Langvinnu dauðastríði sænska bílaframleiðandans Saab er loksins lokið en Saab lýsti sig gjaldþrota í gærdag.

Eftir tilkynninguna um gjaldþrotið hröpuðu hlutir í Saab um 67%. Gjaldþrotið þýðir að um 3.500 manns munu missa atvinnu sína.

Victor Muller forstjóri Saab sagði í gær eftir að hafa tilkynnt um gjaldþrotið að þetta væri svartasti dagurinn í lífi sínu.

Saab hefur barist við slæman efnahag undanfarin 20 ár eða svo. Margir hafa reynt að eignast Saab, nú síðast kínverska félagið Youngman. General Motors hafnaði hinsvegar yfirtökutilboði Youngman og þá blasti gjaldþrotið við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×