Viðskipti erlent

Fleiri Bretar atvinnulausir á næsta ári

Jón Hákon Halldórsson skrifar
mynd/ afp.
Atvinnuleysi í Bretlandi mun aukast á næsta ári og verða þá tæplega tvær milljónir og níuhundruð þúsund manna atvinnulausar, samkvæmt nýrri skýrslu sem óháð atvinnumálasamtök þar í landi birtu í gær. Þau búast svo við því að atvinnuleysi muni ná hámarki árið 2013. Samtökin gera ráð fyrir að opinberum störfum í landinu muni fækka um 120 þúsund á næsta ári. Fjöldi starfa í einkageiranum muni hins vegar standa í stað. Samtökin segja að aðgerðir stjórnvalda í landinu ættu að miða að því að koma í veg fyrir langtímaatvinnuleysi og atvinnuleysi á meðal ungs fólks.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×