Viðskipti erlent

NIB eykur lánveitingar sínar um 95 milljarða

Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) ætlar að auka lánveitingar sínar á næstunni um 500 milljónir evra eða tæplega 95 milljarða króna.

Í tilkynningu frá bankanum segir að þessi lán eigi að vega upp á móti því frosti sem komið er á lánveitingar evrópska banka vegna skuldakreppunnar á evrusvæðinu.

Settur verður upp nýr sjóður hjá NIB og þessari fjárhæð dreift í gegnum hann. Fjárhæðinni er einkum ætlað að mæta endurfjármögnunarþörf þeirra viðskiptavina bankans sem nýlega hafa lokið verkefnum en eiga erfitt með að fá fjármagn frá almennum bönkum.

Í frétt um málið á Bloomberg segir að þar að auki ætli NIB að auka sölu sína á skuldabréfum um 17% á næsta ári þannig að útgáfan nemi 3,5 milljörðum evra. Þetta er gert til að mæta aukinni eftirspurn frá seðlabönkum og fjármálastofnunum eftir auðseldum eignum sem hafa lánshæfiseinkuninna AAA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×