Viðskipti erlent

Hlutabréfamarkaðir á uppleið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Angela Merkel flutti ræðu fyrir þýska þingið í dag.
Angela Merkel flutti ræðu fyrir þýska þingið í dag. mynd/ afp.
Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hækkuðu í morgun og er ástæðan rakin til þess að leiðtogar helstu ríkja í Evrópu kalla nú eftir meira samstarfi til þess að fást við skuldakreppuna. Helstu hlutabréfavísitölur í Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi hækkuðu um 1,5% til 2% í viðskiptum í morgun. Í ræðu sem Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt fyrir þýska þingið sagði hún að Evrópuríkin væru að vinna sig í áttina að fjárhagslegu bandalagi. Fjárfestar búast líka við því að atvinnuleysistölur í Bandaríkjunum sem birtar verða í dag líti vel út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×