Viðskipti erlent

TPG hefur misst áhugann á því að eignast Iceland Foods

Texas Pacific Group eða TPG, einn af stærstu fjárfestingasjóðum heimsins, hefur misst áhugann á að kaupa Iceland Foods verslunarkeðjuna af skilanefndum Landsbankans og Glitnis.

Þetta hefur Reuters eftir ónafngreindum heimildum. TPG var einn þeirra aðila sem lögðu fram tilboð í Iceland í fyrstu umferð tilboðanna. Tilboðið var hinsvegar í lægri kantnum eða undir 1,3 milljörðum punda. Skilanefndirnar hafa sagt að Iceland verði ekki selt á minna en 1,5 milljarði punda.

Fram kemur í frétt Reuters að aðrir sem sendu inn tilboð í fyrstu umferðinni muni bjóða áfram í keðjuna. Þetta eru fjárfestingarsjóðirnir Bain og BC Partners og verslunarkeðjurnar Asda og Morrison.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×