Viðskipti erlent

Hækkanir vestanhafs en lækkanir í Evrópu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dow Jones vísitalan hækkaði um 0,4% í dag og S&P 500 hækkaði um 0,1%. Útlitið hefur því verið nokkuð bjart á mörkuðum vestanhafs í dag. Sama er ekki að segja í Evrópu FTSE stóð nánast í stað. Dax lækkaði um 1,27% og Cac um 0,48%. Ástæðan fyrir hörmungunum á mörkuðum í Evrópu þennan daginn er að miklu leyti rakin til ákvörðunar S&P lánshæfismatsfyrirtækisins um að setja öll ríki evrusvæðisins á athugunarlista.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×