Viðskipti erlent

Vikan hefst með rauðum tölum á mörkuðum

Hlutabréfamarkaðir í Asíu hófu vikuna í slæmu skapi. Mesta lækkunin varð á Hang Seng vísitölunni í Hong Kong eða 1,8% en Nikkei vísitalan í Tókýó lækkaði um 0,3%.

Það er sem fyrr áhyggjur af skuldakreppunni í Evrópu sem liggur að baki þessum lækkunum og hefur stórsigur Lýðflokksins á Spáni í þingkosningunum þar um helgina ekki slegið á þær áhyggjur.

Þá hafði það einnig áhrif að svo virðist sem bandaríkjaþing muni ekki ná neinu samkomulagi um niðurskurð í ríkisrekstrinum í Bandaríkjunum á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×