Viðskipti erlent

Mikil aukning á tilkynningum um svarta vinnu í Danmörku

Þolinmæði Dana gagnvart svartri vinnu virðist vera á þrotum. Það sem af er árinu hefur tilkynningum til hins opinbera um svarta atvinustarfsemi fjölgað um 30% miðað við allt árið í fyrra. Tilkynningarnar eru orðnar yfir 7.000 talsins í ár.

Jan P. Jensen hjá skattstofu Sjálands segir að fjórar af hverjum fimm tilkynningum séu nafnlausar en flestar þeirra leiða til aðgerða af hálfu skatttyfirvalda.

Stærstur hluti tilkynninganna koma úr byggingariðnaðinum en einnig virðist sem  margir nýti sér svarta atvinnukrafta á bílaverkstæðum landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×