Viðskipti erlent

Sautján þúsund missa vinnuna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nokia hefur strítt við mikinn rekstrarvanda að undanförnu.
Nokia hefur strítt við mikinn rekstrarvanda að undanförnu. mynd/ afp.
Nokia Simens símafyrirtækið ætlar að fækka starfsmönnum um 17 þúsund. Um er að ræða 23% af vinnuafli hjá fyrirtækinu.

BBC fréttastofan segir að gert sé ráð fyrir að þessi niðurskurður muni minnka kostnað hjá fyrirtækinu um 1 milljarð evra. Það samsvarar um 160 milljörðum króna.

Nokia Simens hefur átt í töluverðum vandræðum að undanförnu og samkeppnin frá samkeppnisaðilum eins og Huawei og Ericsson hefur verið hörð.

Rajeev Suuri, forstjóri Nokia Simens, segir að uppsagnirnar séu sorglegar en nauðsynlegar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×