Viðskipti erlent

Mikill taugatitringur á fjarmálamörkuðum

Mikill taugatitringur er nú á fjármálamörkuðum heimsins eftir misheppnað skuldabréfaútboð þýska ríkisins á skuldabréfum til tíu ára.

Aðeins seldust 65% af þeim sex milljörðum evra sem í boði voru og þar að auki hækkaði ávöxtunarkrafan á þessum bréfum.

Þetta leiddi til þess að markaðir í Bandaríkjunum enduðu í blóðrauðum tölum í gærkvöldi. Þannig lækkaði Dow Jones vísitalan um 2% og Nasdag um 2,4% í viðskiptum dagsins.

Titringurinn smitaðist síðan að hluta til yfir á Asíumarkaði í nótt. Nikkei vísitalan í Tókýó féll um 1,6% en Hang Seng vísitalan í Hong Kong náði að halda sjó og hækkaði um 0,4% eftir nóttina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×