Viðskipti erlent

Obama hittir leiðtoga ESB

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, mun funda með forseta Evrópuráðs ESB, Herman Van Rompuy, og forseta framkvæmdastjórnar ESB, Jose Manuel Barroso, þar sem rætt verður um skuldavanda Evrópu og evrópskra banka.

Fundurinn var ákveðinn með skömmum fyrirvara, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC, en meðal þess sem er til umræðu verður skýrsla OECD, efnahags- og framfarastofnunar Evrópu. Samkvæmt henni stefnir Evrópa hraðleiðis inn í kreppu og efnahagsþrengingar ef ekkert verður að gert. Þetta á ekki síst við um Bretland, en þar er verðbólgan nú í hæstu hæðum, mælist um 5%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×