Viðskipti erlent

ESB löndum bannað að kaupa olíu frá Sýrlendingum

Frá og með deginum í dag er þjóðum innan Evrópusambandsins bannað að kaupa olíu af Sýrlendingum.

Það vekur hinsvegar athygli að þetta viðskiptabann var samþykkt fyrir hálfum mánuði síðan og átti þá að taka strax gildi. Evrópusambandið ákvað hinsvegar að bíða með að virkja bannið þar til olíusölusamningar einstakra landa innan sambandsins við Sýrland rynnu út.

Bann Evrópusambandsins kemur þremur mánuðum eftir að Bandaríkjamenn ákváðu samskonar viðskiptabann gegn Sýrlandi






Fleiri fréttir

Sjá meira


×