Viðskipti erlent

Hlutabréfamarkaðir lækka í Evrópu

Miklar sveiflur hafa einkennt hlutabréfamarkaði upp á síðkastið.
Miklar sveiflur hafa einkennt hlutabréfamarkaði upp á síðkastið.
Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hafa flestir sýnt lækkun á hlutabréfavístölum sínum í morgun. Þannig hefur Stoxx 600 vísitalan, samræmd vísitala hlutabréfamarkaða í Evrópu, lækkað um 1,7% það sem af er degi.

Hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Mílanó á Ítalíu, sem allra augu fjárfesta beinast nú að, hefur lækkað um tæplega tvö prósent það sem af er degi. Þá hefur álag á tíu ára ríkisskuldabréf Ítalíu haldist yfir sjö prósentum þrátt fyrir að nýr forsætisráðherra, Mario Monti, sé nú formlega tekinn við völdum af Silvio Berlusconi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×